Kanye vill milljarð dala frá Mark Zuckerberg

Erlent
 · 
Heilbrigðismál
 · 
Tónlist
epa04653514 US musician Kanye West arrives for the presentation of the Fall/Winter 2015/16 Ready to Wear collection by Celine during the Paris Fashion Week, in Paris, France, 08 March 2015. The presentation of the Women's collections runs from 03 to
 Mynd: EPA

Kanye vill milljarð dala frá Mark Zuckerberg

Erlent
 · 
Heilbrigðismál
 · 
Tónlist
15.02.2016 - 13:38.Gunnar Hrafn Jónsson
Tónlistarmaðurinn Kanye West, sem viðurkenndi nýlega að hann skuldaði tæpa sjö milljarða íslenskra króna, hefur síðan í morgun ítrekað beðið Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, um aðstoð. Í stað þess að hafa samband við hann persónulega, eða jafnvel nota Facebook, virðist Kanye sannfærður um að besta leiðin til að ná til Zuckerbergs sé að ávarpa hann linnulaust á samskiptasíðunni Twitter.

Hann fer fram á einn milljarð bandaríkjadollara sem hann þurfi til að gera heiminn að betri stað. Jafnvel aðdáendur Kanye eru búnir að fá nóg af þessu endalausa og margítrekaða betli ef marka má athugasemdir við færslurnar. Söngvarinn segir meðal annars að Zuckerberg telji sig hafa hjálpað landinu Afríku með því að reisa þar skóla, í raun ætti hann miklu frekar að hjálpa sér.

Þá virðist hann saka Zuckerberg og félaga hans í tölvuiðnaðinum um hræsni, segir þá hlusta á tónlistina sína en ekki lyfta fingri til að hjálpa sér í neyð. Hann biðst síðan afsökunar á því að trufla Zuckerberg á afmælisdeginum sínum en biður hann að hringja í sig strax á morgun. Þess má geta að Zuckerberg á ekki afmæli fyrr en um miðjan maí.