Kannabis í koddaveri

11.01.2016 - 12:12
Blóm á kannabisplöntu.
 Mynd: Pixabay
Kannabis í koddaveri var það sem lögreglumenn á Suðurnesjum fundu þegar þeir fóru í hávaðaútkall í húsnæði í umdæminu um helgina. Þegar þeir mættu á vettvang til að skakka leikinn gaus á móti þeim mikil kannabislykt úr íbúðinni.

Húsráðandi heimilaði þeim leit og poki með kannabisi fannst í koddaveri í svefnherbergi. Málið var afgreitt með skýrslu á vettvangi að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV