Kafbátaeigandinn segir banaslys hafa orðið

21.08.2017 - 08:32
epa06139881 An unidentified woman stands in the conning tower of the private submarine 'UC3 Nautilus' in Copenhagen Harbor, Denmark, 11 August 2017 (issued 12 August 2017). Owner Peter Madsen reached dry land after a major search action on the
Danski kafbáturinn UC3 Nautilius.  Mynd: EPA  -  Scanpix Denmark
Peter Madsen, eigandi kafbátsins Nautilus sem sökk undan ströndum Danmerkur fyrr í ágúst, sagði fyrir dómstólum að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af slysförum um borð í bátnum. Madsen segist hafa kastað líki hennar í sjóinn nálægt bænum Köge. Hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hélt þessu fram fyrir dómara. Áður hafði verið ákveðið að þinghald í málinu yrði lokað, en nú hefur verið ákveðið að hluti þess verði fyrir opnum dyrum.

Yfirvöld í Danmörku og Svíþjóð hafa kortlagt ferðir kafbátsins við Köge og í Eyrasundi. Danskir kafarar hafa kafað á völdum stöðum á leið kafbátsins í leit að líki Wall. Sænska lögreglan hefur leitað hennar á þyrlum og skipum.