Jóhann Berg frábær - Lagði upp þrjú mörk

30.01.2016 - 18:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson átti frábæran leik þegar Charlton vann útisigur á Rotherham í ensku B-deildinni í dag, 4-1.

Jóhann Berg lagði upp þrjú mörk Charlton í leiknum sem er þrátt fyrir sigurinn en í fallsæti í ensku B-deildinni. Jóhann lék allan leikinn í liði Charlton.

Aron Einar Gunnarsson var einnig á ferðinni í dag með liði Cardiff og kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Cardiff vann 3-2 útisigur á Huddersfield en sigurinn skilar Cardiff í 9. sæti deildarinnar.

Staðan í ensku B-deildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður