Jazzhátíð: Beint úr Efstaleiti kl. 16

11.08.2017 - 14:03
Rás 1 · Tónlist · Menning
Jazzhátíð Reykjavíkur stendur nú yfir, en hátíðin hófst miðvikudaginn 9. ágúst sl., og líkt og undanfarin ár verður gestum hátíðar boðið upp á veglega dagskrá. Rás 1 mun senda út hluta af dagskránni og verður bein útsending frá hljómleikum á torgi RÚV í Efstaleiti klukkan 16:05 í dag.

Dagskrá tónleikanna verður sem hér segir:

16:05 Sigmar Þór tríó með Taulant Mehmeti og Ayman Boujlida. 

16.15 Úr greinasafni sögufélagsins um hinsegin sögu -1

16.20 Kvartett Ólafs Jónssonar.

16.45 Eyþór og Ari Bragi.

Hlé.

17.03 Melismetiq.

17.20 Úr greinasafni sögufélagsins um hinsegin sögu -2

17.30 Hinsegin jazz. Hjörtur Ingvi, Stína og Þór Breiðfjörð

17.45 Sammi og félagar.

Hægt er að fylgjast með tónleikunum í gegnum beint streymi Rásar 1 á forsíðu RÚV, en að auki má finna aukaefni, ljósmyndir og fleira á Facebooksíðu Rásar 1.