Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Mynd:Veðurstofa Íslands


  • Prenta
  • Senda frétt

Jarðskjálftahrina hófst upp úr miðnætti á Reykjaneshrygg.

Nokkrir skjálftar voru um þrír að stærð, en sá stærsti mældist þrír og hálfur, og varð hálf eitt í nótt. Skjálftarnir urðu við Geirfugladranga, um 25 til 30 kílómetra frá landi, að því er fram kemur í tilkyningu frá Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands. Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar frá fólki sem hafi fundið fyrir stærsta skjálftanum.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku