Íslendingurinn í Paragvæ ekki til rannsóknar

15.01.2016 - 16:52
Mynd með færslu
 Mynd: ABC Color
Lögregluyfirvöld í Paraguay og Brasilíu eru ekki að rannsaka meinta brotastarfsemi Íslendings sem þar hefur haldið til á undanförnum árum. Þetta segir blaðamaður sem fjallað hefur um undirheima þessara ríkja í meira en 20 ár.

Paragvæski blaðamaðurinn Cándido Figueredo Ruiz hefur fjallað um eiturlyfjasmygl og undirheima Paragvæ og Brasilíu í meira en 20 ár. Hann fékk heiðursverðlaun International Press Freedom í fyrra. Sjö lögreglumenn gæta hans og konu hans allan sólarhringinn og þannig hefur tilvera þeirra verið í 20 ár.

Vice hefur fjallað um feril Cándido en glæpagengi reyndu að myrða hann á heimili hans.

Cándido hefur fjallað um og rannsakað feril Guðmundar Spartakusar Ómarssonar sem hann segir búa í Paragvæ og vera valdamikinn í fíkniefnaheiminum. Þrátt fyrir það sé lögreglan ekki að rannsaka Guðmund. Fulltrúar íslensku lögreglunnar hafi heimsótt Paragvæ fyrir nokkrum árum vegna Íslendings sem þá var saknað og þeir hafi engar upplýsingar fengið hjá lögregluyfirvöldum í Paragvæ.

„Hafa verði í huga að gríðarleg spilling sé innan lögreglunnar í Paragvæ og Brasilíu, hún teygi sig inn í lögreglu, dómstóla og ráðuneytinu. Eiturlyfjasmyglararnir ráði yfir miklum fjármunum, þeir séu óspart notaðir til að komast hjá handtökum og refsingu. Því hafi yfirvöld ekki mikinn áhuga á að deila upplýsingum til annarra landa til að liðka fyrir handtöku þessara glæpamanna,“ segir Cándido í samtali við fréttastofu.