Íslendingar meðal „virkustu“ aðdáenda Bowie

13.01.2016 - 14:19
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot
Á fyrstu tólf klukkustundunum eftir að fréttir bárust af andláti breska átrúnaðargoðsins Davids Bowie höfðu 35 milljónir tjáð sig 100 milljón sinnum á Facebook með einum eða öðrum hætti um tónlistarmanninn. Landar Bowie í Bretlandi voru öflugastir á samfélagsmiðlinum, síðan Ástralar og svo Íslendingar.

Þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter. Írar voru næstir á eftir Íslendingum, síðan Nýsjálendingar.

Mikil virkni var í kringum færslur frá nafntoguðum einstaklingum sem kvöddu Bowie á Facebook. Í þeim hópi var grínistinn Eddie Izard sem biðlaði til útvarpsstöðva um að spila bara Bowie-lög. „Hann á það inni hjá okkur,“ skrifaði Izzard.

Please could every radio station around the globe just play David Bowie music today - I think the world owes him that.

Posted by Eddie Izzard on 10. janúar 2016

Rás 2 var meðal þeirra útvarpsstöðva sem brást við þessu kalli Izzards og spilaði eingöngu Bowie daginn sem hann lést. 

Önnur færsla fékk einnig mikla athygli á Facebook. Það var kveðja Paul McCartney til listamannsins. Hann birti mynd af sér og Bowie sem tekin var 1985. „Stjarna hans mun skína að eilífu,“ skrifaði McCartney.

"Very sad news to wake up to on this raining morning. David was a great star and I treasure the moments we had together....

Posted by Paul McCartney on 11. janúar 2016

Grínistinn Ricky Gervais, sem hafði kvöldið áður verið kynnir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sagðist hafa misst hetju í færslu á Facebook-síðu sinni.

I just lost a hero. RIP David Bowie.

Posted by Ricky Gervais on 10. janúar 2016

Og rokkarinn Lenny Kravitz sagði að tækifærið sem hann hefði fengið til að vinna með Bowie væri blessun frá Guði. „Það er ekki hægt að setja mælistiku á það sem hann gaf heiminum með list sinni.“

I just woke up and I'm blown away by the news. This man changed my life. I'd have to write a book to describe what he...

Posted by Lenny Kravitz on 11. janúar 2016

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV