Íslamska ríkið að verki í Djakarta

15.01.2016 - 01:54
epa05101383 Indonesian President Joko Widodo (C-R) visits the scene of a bomb blast in Jakarta, Indonesia, 14 January 2016. Indonesian authorities believe Islamic State terrorists were responsible for a series of attacks in Jakarta that have left seven
 Mynd: EPA  -  AAP
Íslamska ríkið hefur lýst ábyrgðinni á sprengju- og skotárásunum í Djakarta á hendur sér. Minnst tveir óbreyttir borgarar og fimm af níu árásarmönnum fórust í árásunum, sem lýst hefur verið sem tilraun til að líkja eftir árásunum í París í nóvember síðastliðnum. Tveir árásarmannanna létu lífið er þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp, en þrír voru skotnir af lögreglu. 20 særðust í átökunum, þar af 5 lögreglumenn.

Skotbardagi stóð yfir í miðborginni í nokkrar klukkustundir eftir að sprengjurnar sprungu, áður en lögregla náði að fella eða fanga árásarmennina. Í yfirlýsingu frá Íslamska ríkinu segir að árásirnar hafi verið gerðar af „hermönnum kalífatsins“ og beinst að „borgurum Krossfarabandalagsins“ gegn samtökunum. Viðvaranir höfðu borist indónesískum yfirvöldum, um að einhver slík árás væri yfirvofandi.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV