Íranar kalla bardagasveitir heim frá Sýrlandi

28.02.2016 - 21:06
epa05145758 Members of the Iranian Revolutionary Guard carry the coffins of Iran's Revolutionary Guard Brigadier General Mohsen Ghajarian and other Iranian 'volunteers', who were reportedly killed in the northern province of Aleppo in the
 Mynd: EPA
Íranar ætla að kalla heim allar hersveitir sínar, sem tekið hafa þátt í átökum í Sýrlandi. Eftir verða þó um sjö hundruð hernaðarráðgjafar. Ísraelskir fjölmiðlar greina frá því að um tvö þúsund og fimm hundruð hermenn séu í þeim írönsku bardagasveitum sem enn eru í Sýrlandi en þeim fari hratt fækkandi og síðustu hermennirnir snúi heim á næstu dögum.

Eftir sem áður muni stjórnvöld í Íran þó senda vopn og annan stuðning til Sýrlandsstjórnar og skæruliðasamtakanna Hezbollah sem hafa barist við hlið sýrlenska stjórnarhersins í borgarastríðinu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrti í síðustu viku að írönsku bardagasveitirnar í Sýrlandi væru á heimleið.

 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV