Íranar handtaka bandaríska sjóliða

12.01.2016 - 22:25
epa04475839 US Navy MH-60 helicopters conduct flight operations on board USS Ponce in the waters of the Persian Gulf, 03 November 2014. Coalition forces have begun on 2 November 2014 at-sea phase of the largest maritime counter-mine exercises of its kind
Þyrlur af bandarísku herskipi á Persaflóa.  Mynd: EPA
Íranar handtóku í dag tíu bandaríska sjóliða eftir að hafa stöðvað báta þeirra á Persaflóa. Sjóliðarnir voru á eftirlitsferð á tveimur bátum nærri eynni Farsi þegar þeir voru stöðvaðir og samband rofnaði við þá.

Bandarískir embættismenn hafa verið í sambandi við ráðamenn í Teheran og fengið þau skilaboð að ekkert amaði að mönnunum og að þeir fengju brátt að fara frjálsir ferða sinna. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hringt beint í Mohammad Javad Zarif, íranskan starfsbróður sinn, vegna málsins. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV