Icelandic í dómsmál við Aldi

Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group.


  • Prenta
  • Senda frétt

Íslenski matvælaframleiðandinn Icelandic Group hefur fengið samþykkta lögbannskröfu á sölu fiskrétta í verslunarkeðjunni Aldi í Bretlandi.

Ástæðan er sú að þeir réttir sem seldir eru í breskum Aldi verslunum eru keimlíkir réttum sem Icelandic hefur selt í fjölmörgum verslunum í Bretlandi síðan árið 2011. Um er að ræða vörulínu frá Icelandic sem kallast „The Saucy Fish," sem í stuttu máli vakúmpakkaður fiskur með sósu innpakkaðri sem meðlæti.

Fyrir skömmu hóf Aldi sölu á svipuðum pakkningum, en hönnun umbúðanna og leturgerð er mjög svipuð og hjá Icelandic. Þá kemur orðið „saucy" einnig greinilega fyrir á umbúðum Aldi-pakkninganna. Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að því fylgi áhætta að fara í dómsmál, sérstaklega við jafn öflugt fyrirtæki og Aldi. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, þar sem Aldi er greinilega að afrita hugverk markaðsdeildar Icelandic.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku