ÍBV lagði KR í úrslitaleik

01.02.2016 - 22:37
Mynd með færslu
Daninn Mikkel Maigaard sem gekk í raðir ÍBV fyrir leiktíðina skoraði sigurmarkið gegn Þrótti í kvöld.  Mynd: ÍBV
Daninn Mikkel Maigaard Jakobssen átti sannkallað draumabyrjun sem leikmaður ÍBV og skoraði bæði mörk liðsins í 1-2 sigri á KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Egilshöll í kvöld.

Jakobssen kom Eyjamönnum á bragðið á 25. mínútu með fallegu marki og var aftur á ferðinni átta mínútum síðar. Staðan í hálfleik 0-2 fyrir Eyjamenn.

KR-ingar náðu að klóra í bakkann á 78. míntútu þegar Guðmundur Andri Tryggvason skoraði fyrir þá röndóttu sem náðu ekki að jafna. Eyjamenn fögnuðu því kærkomnum sigri enda hefur liðinu ekki gengið vel í undirbúningsmótum á undanförnum árum.

Tvö rauð spjöld fóru á loft í Egilshöll í kvöld en þeir Pablo Punyed hjá ÍBV og Valrýr Már Michaelsson fengu báðir að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður