Íbúar við Skjálfandafljót funda í kvöld

Íbúar í Öxarfirði á fundi í Lundi 21. ágúst um skjálftavirknina í Vatnajökli og hugsanlega rýmingu byggðar við Jökulsá á Fjöllum. RÚV-mynd Björgvin Kolbeinsson


  • Prenta
  • Senda frétt

Sýslumaðurinn á Húsavík boðar íbúa í nágrenni Skjálfandafljóts til fundar í Ljósvetningabúð í Kaldakinn í kvöld kl. 20. Oddur Sigurðsson jarðvísindamaður segir þar frá sérkennum sveitarinnar í tengslum við skjálftahrinuna í Vatnajökli.

Svavar Pálsson sýslumaður segir fundinn fyrst og fremst til þess að upplýsa íbúa og heyra í þeim hljóðið. Ekki verði lögð fram rýmingaráætlun og fundurinn verði því öðru vísi en íbúafundurinn sem haldinn var í Lundi í Öxarfirði 21. ágúst þar sem fjallað var um hugsanlegt flóð í Jökulsá á Fjöllum. Fulltrúi Almannavarna verður einnig á fundinum í Ljósvetningabúð í kvöld.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku