Hvassviðri eða stormur í dag og rigning

15.02.2016 - 06:34
Mynd með færslu
Sannkallað hlandveður er í kortunum næsta sólarhringinn, einkum á Austur- og Suðausturlandi.  Mynd: ruv
Suðaustanhvassviðri eða -stormur með rigningu verður víða um land í dag og snjókoma til fjalla. Í pistli veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um veðurhorfur í dag og í kvöld er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu síðdegis.

Hvassast verður við austurströndina í kvöld þar sem vindhraði getur náð 28 metrum á sekúndu.

Hlýnandi veður ásamt rigningu ofan á svellbunka veldur hálku og því eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Á sama degi árið 1962 snjóaði óvenjumikið í Keflavík þannig að millilandaflug lá niðri um tíma. 

Á morgun snýst í suðvestanstorm með éljagangi og kólnandi veðri.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV