Hvað ef Jesús hefði verið kona?

18.01.2016 - 11:23
Joakom Eskildsen, Ice II, 1992. ©courtesy Gallery Taik Persons
 Mynd: ©courtesy Gallery Taik Persons  -  Þjóðminjasafnið
Samtímaljósmyndun, Kristur og kynin, Virgina Woolf og Dægradvöl Gröndals. Í Víðsjá í dag á Rás 1 klukkan 17:03.

Í Víðsjá í dag verður rætt við Óttar M. Norðfjörð rithöfund um erindi sem hann hélt við Háskóla Íslands og kallaði „Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína …“ en þar velti Óttar fyrir sér spurningunni: Hvað ef Jesús hefði verið kona. Lesið verður úr bók vikunnar sem að þessu sinni er Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal og María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi segir skoðun sína á uppsetningu á Hver er hræddur við Virginu Woolf eftir Edward Albee  í Borgarleikhúsinu. Ennfremur verður Þjóðminjasafnið heimsótt en þar var opnuð um helgina ljósmyndasýningin Andvari sem er samsýning nokkurra samtímaljósmyndara. Rætt verður við sýningarstjórann Katrínu Elvarsdóttur.

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi