Hreindýrakvóti minni en í fyrra

12.01.2016 - 16:49
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynison  -  RÚV
Heimilt verður að veiða allt að 1300 hreindýr á þessu ári, nokkuð færri en í fyrra þegar veiða mátti 1412 dýr. Þá var reyndar metkvóti gefinn út meðal annars vegna þess að til stóð að fækka dýrum á svæði 7, í kringum Djúpavog.

 Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og óheimilt er að veiða kálfa. Í ár má veiða 848 kýr og 452 tarfa.

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV