Hótaði lögreglunni rannsókn

26.08.2014 - 11:14
Mynd með færslu
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, lýsti fyrir umboðsmanni Alþingis margvíslegum athugasemdum sem hann segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi gert við rannsókn lekamálsins. Þetta kemur fram í 23 síðna bréfi sem umboðsmaður sendi Hönnu Birnu í gær.

Í bréfi umboðsmanns til Hönnu Birnu segir:

„Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum, málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð sem ráðherra með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn málsins.“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að í bréfi umboðsmanns séu trúnaðarsamtöl lögreglustjóra við hana og aðra sett í óskiljanlegt samhengi. „Þannig samanstendur bréf umboðsmanns Alþingis af aðdróttunum og tengingum sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í málinu og vilji með athugun sinni renna stoðum undir hana. Sú skoðun er bæði ósanngjörn og röng,“