Hörður Björgvin til Spezia í B-deildinni

30.07.2013 - 19:09
Mynd með færslu
Knattspyrnumaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Juventus til Spezia sem leikur í B-deildinni þarlendis. Frá þessu er greint á vefsíðunni Fótbolta.net í dag.

Hörður, sem er 20 ára varnarmaður, hefur verið hjá Juventust síðan árið 2011 en þangað fór hann frá Fram. Hjá Juventus hefur hann spilað með unglinga- og varaliði félagins en æft reglulega með aðalliðinu síðan á síðasta ári. Hann er nú á leið á láni til Spezia sem jafnframt mun eiga helmingshlut í leikmanninum. Spezia hafnaði í 13. sæti B-deildarinnar á liðnu tímabili en var þá nýliði í deildinni.

Hörður Björgvin á að baki fjölda leikja með öllum yngri landsliðum Íslands og hefur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu í leikjum þess í undankeppni Evrópumótsins.