Hollenskur sjóður fjárfestir í Meniga

10.03.2014 - 17:04
Mynd með færslu
Hollenski fjárfestingasjóðurinn Velocity Capital bættist fyrir helgi í hóp fjárfesta í íslenska tæknifyrirtækinu Meniga, sem heldur úti fjármálahugbúnaði fyrir heimilisbókhald. Í tilkynningu kemur fram að Allard Luchsinger, fulltrúi Velocity, setjist í stjórn Meniga.

Þar segir jafnframt að hugbúnaður Meniga nái fljótlega til um fimmtán milljóna netbankanotenda í þrettán löndum. Velocity Capital sérhæfir sig meðal annars í fjárfestingum í fyrirtækjum sem framleiða fjármálahugbúnað. Stofnendur Meniga, Frumtak og Kjölfesta eru enn stærstu hluthafar í Meniga.