Holland vann upphafsleik Evrópumótsins

16.07.2017 - 18:03
epa06091698 Players of Holland celebrate the victory against Norway after the UEFA Women's EURO 2017 soccer tournament opening match between the Netherlands and Norway at the Stadion Galgenwaard in Utrecht, the Netherlands, 16 July 2017.  EPA/VINCENT
 Mynd: EPA  -  ANP
Gestgjafar Evrópumóts kvenna í knattspyrnu, Holland, mættu Noregi í upphafsleik mótsins en honum lauk nú rétt í þessu. Aðeins eitt mark var skorað en dugði það Hollandi til sigurs og því fara þær heim með stigin þrjú.

Markmenn í aðalhlutverkum

Markmenn beggja liða voru í aðalhlutverkum í dag en bæði Ingrid Hjelmseth og Sari van Veenendaal áttu góðan leik í dag. Það var því þeim að þakka að staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Holland var þó ívið sterkari aðilinn í leiknum. Þær voru meira með boltann, áttu fleiri skot og fleiri hornspyrnur. Þær skoruðu líka eina mark leiksins en það gerði Shanice van de Sanden með góðum skalla eftir sendingu Lieke Martens. 

Noregur gerði veika atlögu að því að ná inn jöfnunarmarkinu en það gekk ekki eftir og lokatölur því 1-0 fyrir heimastúlkum.

Klukkan 18:45 er leikur hinna liðanna í A-riðli en þar mætast Danmörk og Belgía. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2.

epa06091550 Goalkeeper Sari van Veenendaal (L) and Desiree van Lunteren (R) of the Netherlands, fight for the ball with Ada Hegerberg (top) of Norway during the UEFA Women's EURO 2017 soccer tournament opening match between the Netherlands and Norway
 Mynd: EPA  -  ANP
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður