Höftin brjóta ekki gegn EES-samingnum

24.04.2014 - 09:08
Mynd með færslu
Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, gerir engar athugasemdir við gjaldeyrishöftin sem í gildi eru á Íslandi og segir þau ekki brot á EES-samningnum. Hún ítrekar þó nauðsyn þess að þeim verði aflétt sem fyrst.

Þetta kemur fram í skriflegu svari hennar fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar við spurningu dansks fulltrúa á Evrópuþinginu.

Ashton bendir á íslensk stjórnvöld hafi í kjölfar hrunsins sett á tímabundin gjaldeyrishöft. Öll formsatriði EES-samningsins hafi verið uppfyllt í því ferli og EFTA-dómstóllinn hafi staðfest að þessar aðgerðir væru lögmætar. Ashton telur að ekkert tilefni sé því til að endurskoða EES-samninginn þótt Ísland geti ekki sem stendur uppfyllt einn þátt fjórfrelsins svonefnda.

Eftir stendur samt að höftunum verði að aflétta fyrr eða síðar.