HM í hestaíþróttum: Keppt í fjórgangi í dag

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst í gær í Oirshcot í Hollandi og stendur fram á sunnudagskvöld. 

Síðustu daga hafa knapar og hestar verið við æfingar en í dag tekur alvaran við. 

Byggingardómar kynbótahrossa voru í gær og á meðan notuðu íþróttaknaparnir síðasta tækifærið til að æfa sig á keppnisvellinum. Forkeppni í fjórgangi er nýhafin og þar er fjöldi íslenskra keppenda í eldlínunni. Fimm íslenskir knapar eru skráðir til leiks í flokki fullorðinna og þrír í flokki ungmenna. 

Hér eru nokkrar svipmyndir frá mótssvæðinu í Oirscot. 

 

Mynd með færslu
Gísli Einarsson