Hlutabréf tóku dýfu í Kína

25.02.2016 - 08:19
Efnahagsmál · Erlent · Asía · Kína
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Hlutabréf í Kína féllu umtalsvert í dag. Fjárfestar hafa áhyggjur af því að enn hægist á hjólum efnahagslífsins í landinu og dragi úr greiðslugetu.

Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Sjanghæ féll um 6,41 prósent. Enn verra var ástandið í kauphöllinni í Shenzhen, þeirri næststærstu í Kína. Þar féll vísitalan um 7,34 prósent.

Fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims koma saman í Sjanghæ á morgun til að ræða stöðu efnahagsmála í heiminum, meðal annars í ljósi þess að hagvöxtur í Kína dregst saman um þessar mundir.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV