Hlustaðu á lögin sem keppa í kvöld

20.02.2016 - 07:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Úrslit Söngvakeppninnar 2016 ráðast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV, RÚV.is og Rás 2 frá Laugardalshöll. Þá keppa sex flytjendur um sigurinn en sigurlagið verður framlag Íslands til Eurovision í Stokkhólmi í vor. Eurovision-stjörnurnar Loreen og Sandra Kim skemmta gestum í sal og áhorfendum heima í stofu á milli atriða.

Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 20.00. Fimm laganna í úrslitunum verða flutt á ensku og eitt á íslensku. Lögin eru:

Hear them calling (900-9901)

Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi: Greta Salóme Stefánsdóttir

I promised you then (900-9902)

Lag og texti: Þórunn Erna Clausen  
Flytjendur: Hjörtur Traustason og Erna Hrönn Ólafsdóttir

Eye of the storm (900-9903)

Lag:  Kristinn Sigurpáll Sturluson, Ylva Persson og Linda Persson  
Texti: Ylva Persson og Linda Persson
Flytjandi: Karlotta Sigurðardóttir

Ready to break free (900-9904)

Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti:  Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Á ný (900-9905)

Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi:  Elísabet Ormslev

Now (900-9906)

Lag: Alma Guðmundsdóttir og James Wong
Texti:  Alma Guðmundsdóttir og James Wong  
Flytjandi:  Alda Dís Arnardóttir

Mynd með færslu
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn
Söngvakeppnin