Hjúkrunarfræðingur Bobbi Kristinu ákærður

20.01.2016 - 11:10
FILE - In this Feb. 12, 2011, file photo, singer Whitney Houston, left, and daughter Bobbi Kristina Brown arrive at an event in Beverly Hills, Calif. Brown, who was in hospice after months of receiving medical care, died on Sunday, July 26, 2015. (AP
 Mynd: AP  -  R-STEINBERG
Hjúkrunarfræðingur sem annaðist meðal annars Bobbi Kristinu Brown, dóttur söngkonunnar Whitney Houston, síðustu dagana áður en hún lést hefur verið ákærður fyrir að villa á sér heimildum. Hann virðist ekki hafa haft tilskilin leyfi til að vinna sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi.

Hjúkrunarfræðingurinn, Taiwo Sobamowo, er í haldi lögreglu. Rannsókn málsins hófst í september þegar rannsóknarlögreglumönnum barst ábending um að Sobamowo hefði óhreint mjöl í pokahorninu.

Fram kemur á vef CBS að hún hafi sýnt yfirmönnum Peachtree Christian - sjúkrahússins í Duluth fölsuð skjöl sem sýndu að hún mætti vinna sem hjúkrunarfræðingur. Henni var sagt upp störfum þegar hún gat ekki framvísað frekari staðfestingu. Ekkert bendir til þess að Sobamowo hafi stefnt lífi Bobbi Kristinu í hættu með brotum sínum.

Bobbi Kristina, sem var einkabarn Whitney Houston og Bobby Brown, fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar á síðasta ári. Hún komst aldrei til meðvitundar og lést hálfu ári síðar.