Hjálpargögn komin til Madaya

11.01.2016 - 20:34
epa05097613 A convoy of cars loaded with foodstuff, baby milk and blankets moves towards the besieged town of Madaya, in the countryside of Damascus, Syria, 11 January 2016. Three trucks carrying long-awaited food and medical supplies entered the Syrian
Bílalestin á leið til Madaya.  Mynd: EPA
Bílalest með hjálpargögn kom í dag til bæjarins Madaya í Sýrlandi, en íbúar þar hafa verið innikróaðir í hálft ár vegna umsáturs stjórnarhersins og ekki fengið neina aðstoð síðan í október. Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa heimildir fyrir því að fólk hafi dáið úr hungri í Madaya.

Á sama tíma og bílalestin kom til Madaya komu vörubílar með hjálpargögn til tveggja þorpa í Idlib-héraði í norðurhluta landsins, Foah og Kefraya, en uppreisnarmenn hafa setið um þau síðan í mars á liðnu ári. Þar hefur ástandið einnig verið mjög slæmt.