Hinn myrki prins

menningin
 · 
Menningin
 · 
Pistlar
 · 
Pistlar
 · 
Menningarefni

Hinn myrki prins

menningin
 · 
Menningin
 · 
Pistlar
 · 
Pistlar
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
19.05.2017 - 14:31.Halla Oddný Magnúsdóttir.Menningin
Dagur Hjartarson flutti pistil í Menningunni og velti fyrir sér arðgreiðslum á mörkum lífs og dauða.

Börnin sem koma í heiminn í nótt á fæðingardeild Landspítalans, rjóð og grátandi, þau verða greidd út í arð til frænda míns. Hann er með próf úr lagadeild Háskólans. Hann þekkir leiðina í gegnum lífið.

Kæru landsmenn, framtíðin kom í nótt. Hún var á hvítum skóm og hún hvíslaði því að mér að það væri gamaldags að greiða sér ekki út arð á mörkum lífs og dauða. Íslenska ríkið ætti því að eftirláta viðskiptafræðingum að lækna hina veiku. Íslenska ríkið ætti ekki að hafa nokkur afskipti af mörkuðum dauðans.

Þess vegna ætla ég að skera niður allt myrkur, alveg þar til nóttin hættir að ná yfir himininn. Alveg þar til nóttin verður bara rönd, bara svört skikkja og ég ætla að taka þessa skikkju og leggja hana yfir axlirnar á mér. Því ég er hinn myrki prins. Ég er prins dauðans.