Heræfingar í Svíþjóð og Hvíta-Rússlandi

14.09.2017 - 12:09
In this photo taken on Monday, Sept. 11, 2017, Belarusian army vehicles drive preparing for war games at an undisclosed location in Belarus. Russia and Belarus are holding a massive war games, Zapad 2017, that due to start on Thursday near the borders of
Skriðdrekasveit í heræfingu Rússa og Hvít-Rússa.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  Vayar Military Agency
Hafnar eru heræfingar Rússa og Hvít-Rússa í Hvíta-Rússlandi sem sagðar eru hinar umfangsmestu síðan Rússar innlimuðu Krímskaga fyrir þremur árum. Í morgun hófust í Svíþjóð umfangsmestu heræfingar þar í landi í tvo áratugi.

Að sögn fréttastofunnar Reuters taka hermenn frá Atlantshafsbandalagsríkjum þátt í heræfingunum í Svíþjóð. Þær muni standa í þrjár vikur og alls taki þátt í þeim 19.000 hermenn.

Það séu mun fleiri en í heræfingum Rússa og Hvít-Rússa, en samkvæmt rússneska varnarmálaráðuneytinu verða þáttakendur þar 12.700.

Reuters hefur eftir Micael Byden, yfirmanni sænska hersins, að aukin hernaðarumsvif Rússa undanfarin misseri séu mikið áhyggjuefni. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV