Heiladauður eftir lyfjaprófun í Frakklandi

15.01.2016 - 12:17
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Sex manns eru alvarlega veikir eftir að hafa tekið þátt í lyfjaprófun í Rennes í Frakklandi. Einn hefur verið úrskurðaður heiladauður. Fólkið var allt við góða heilsu áður en prófanir hófust.Samkvæmt frönskum fjölmiðlum var verið að prófa verkjalyf í töfluformi unnið úr kannabisefnum.

Prófanir á lyfinu hafa verið stöðvaðar og aðrir sjálfboðaliðar látnir hætta að taka það inn. Prófanir voru á fyrsta stigi en ekki er vitað hversu margir sjálfboðaliðar tóku þátt. Heilbrigðisráðherra Frakklands, Marisol Touraine, segir þetta alvarlegt slys. Rannsókn er hafin á því hvað fór úrskeiðis.

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV