Hátt hlutfall Íslendinga búi erlendis

18.01.2016 - 11:08
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Björn Þorbjörnsson  -  RÚV
Ísland er í 6.sæti af OECD-löndunum þar sem hæsta hlutfall innfæddra búa erlendis. Þetta kemur fram í frétt Forbes en greiningin byggir á tölum frá OECD. 11,7% innfæddra Íslendinga búa erlendis samkvæmt Forbes en hlutfallið er aðeins hærra í Írlandi, Nýja-Sjálandi, Portúgal, Mexíkó og Lúxemborg.

 Tölur OECD sem Forbes byggir greiningu sýna á er frá árinu 2014. Þá kemur fram að frá Írlandi hafi 35.300 frá apríl 2014 til apríl 2015. Hlutfallslega fæstir innfæddir Bandaríkjamenn og Kínverjar búa erlendis.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu 760 íslenskir ríkisborgarar, umfram aðflutta, frá landinu árið 2014.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV