Harpa hlýtur verðlaun fyrir byggingarlist

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu

Harpa hlýtur verðlaun fyrir byggingarlist

Innlent
 · 
Menningarefni
Harpa, tónlistar-og ráðstefnuhús í Reykjavík hlaut í dag verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist. Verðlaunin eru kennd við Mies van der Rohe og eru veitt annað hvert ár.

Í tilkynningu frá Hörpu kemur fram að þetta séu einhver virtustu verðlaun á þessu sviði í heiminum.

Arkitektastofa Hennings Larsen hannaði Hörpu í samvinnu við Batteríið á Íslandi og Stúdíó Ólafs Elíassonar í Berlín.

Í umsögn dómnefndar segir að byggingin hafi breytt hafnarsvæði Reykjavíkur, gefið því nýtt líf og tengt það betur saman miðborgina og höfnina.

350 byggingar frá 37 Evrópulöndum voru tilnefndar til verðlaunanna sem nema 60 þúsund evrum. Verðlaunin verða afhent í Barcelona 7. júní.