Hanna Birna fórnarlamb

12.11.2014 - 18:50
Mynd með færslu
Sigmundur Davíð Sigmundsson forsætisráðherra segir að lekamálið sé búið að vera hið leiðilegasta mál. Það hefði mátt fara miklu betur á fyrri stigum. Þá hefði verið hægt að komast hjá miklu af því sem hefur gengið á.

Hann segist styðja  Hönnu Birnu til að sitja áfram sem ráðherra.

"Hún er á margan hátt fórnarlamb í þessu máli. Hins vegar virðist liggja ljóst fyrir að hún hafi ekki haft aðkomu að þessu máli né vitneskju," segir Sigmundur Davíð.

Rætt er við hann í Speglinum.