Hamborgarlögreglan biður um liðsauka

07.07.2017 - 11:11
Lögreglan í Hamborg hefur óskað eftir aðstoð annars staðar frá í Þýskalandi til að halda aftur af mótmælendum sem komnir eru til borgarinnar vegna leiðtogafundar G-20 ríkjanna, helstu iðnvelda heims. Hamborgarlögreglunni hefur þegar borist liðsauki, meðal annars frá Austurríki.

Mótmælaaðgerðir hafa staðið yfir í Hamborg síðustu dægrin og það sem af er degi. Töluverður hópur stjórnleysingja hefur látið til sín taka. Lögregla beitti táragasi og háþrýstidælum gegn þeim í gær þegar þeir hleyptu upp mótmælagöngu sem skipulögð hafði verið í miðborginni.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV