Hafi aldrei reynt að hafa áhrif á rannsókn

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.


  • Prenta
  • Senda frétt

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist aldrei hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn lekamálsins. Engin afskipti hafi falist í því að ræða rannsókn þess við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í Kastljósviðtali í kvöld.

Í bréfi umboðsmanns Alþingis til ráðherra, sem birt var á heimasíðu umboðsmanns í dag, kemur fram að innanríkisráðherra hafi sagt við lögreglustjóra að það gæti þurft að rannsaka það hvernig staðið var að rannsókn lekamálsins. Hanna Birna segir í viðtalinu í Kastljósi að ekkert óeðlilegt hafi verið við það að hún hafi átt samskipti við lögreglustjóra um rannsókn máls sem beindist ráðuneytinu.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku