Hættulegt að fara niður að Öskjuvatni

29.07.2014 - 16:31
Mynd með færslu
Ekki er ráðlegt að fólk fari niður að Öskjuvatni það sem eftir er sumars segir Ármann Höskuldsson jarðvísindamaður. Einungis tekur eina mínútu fyrir fljóðbylgju að berast og þá eiga menn ekki afturkvæmt.

Fulltrúar Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Almannavarna sátu fund í morgun til að ræða um ástandið við Öskju eftir að stór skriða féll þar í liðinni viku.  Á fundinum var lagt var á ráðin um rannsóknir á svæðinu. Mæla þarf botninn á vatninu, skoða á hita skriðunnar og skrá betur allar sprungur til að athuga hvort þær hafi hreyfst og þá losað um aðra fleka sem liggja utan í fjallinu. 

Bannað er að fara niður að vatninu en það verður endurskoðað í lok vikunnar.

Milljónir rúmmetra af bergi og jarðvegi hlupu fram úr fjallinu og skulli í vatnið. Fljóðbylgjur gengu á land.   „Það er ljóst að miðað við þennan viðburð sem þarna var að þá hefur bylgjan verið komin upp að Víti innan við mínútu  og ef að menn eru eins og oft vill verða þegar menn koma inn að Öskju þá kannski langar einhvern að labba niður að vatni að þá á hann ekki afturkvæmt."

„Það verður nátturlega að segjast að á meðan að ekki full ljóst hvernig ástandið er þarna í kring þá er bara vitleysa og kæruleysi að vera að fara niður að vatni."

Ármann segir að leyfilegt sé að fara inn að Víti og á barm Öskju en ekki borgi sig að fara niður að vatninu. 

„Áttu von á því að þetta verði svo um einhvern tíma að það verði óráðlegt að fara þarna niður?  Hvort sem banninu verður aflétt eða ekki þá myndi ég nú ekki mæla með því við nokkurn mann að hann sé að fara niðru að vatni það sem eftir er sumars"