Gunnar Smári hættur hjá Fréttatímanum

06.04.2017 - 20:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gunnar Smári Egilsson er hættur afskiptum af Fréttatímanum og útgáfudögum blaðsins verður fækkað í einn. Þetta segir Valdimar Birgisson, einn af eigendum og starfsmönnum blaðsins.

Blaðið hefur komið út tvisvar í viku og er borið frítt í hús en útgáfan hefur staðið höllum fæti eftir taprekstur á síðasta ári. Reynt verður að fá nýja fjárfesta að útgáfunni en það er ófrágengið. Sagt hefur verið frá því í fréttum í dag að stór hluti starfsmanna blaðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð. Valdimar segir að ekki sé búið að ganga frá launum við alla en það sé forgangsmál. Fréttastofa hefur ekki náð í Gunnar Smára í kvöld.