Guðmundur í Brimi vill afskipti stjórnvalda

06.02.2017 - 10:31
Forstjóri Brims segir tímabært að stjórnvöld grípi inn í kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna enda sé hún komin í öngstræti. Hann vill að sjómenn njóti dagpeningagreiðslna en skattafrádráttur er heimill á móti slíkum greiðslum. Hann furðar sig á yfirlýsingum ráðherra um að stjórnvöld ætli ekki að skipta sér af deilunni; þeim beri að gera það þegar deilendur ná ekki saman.

Guðmundur Kristjánsson var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1. Hann sagði trúverðugleika sjávarútvegsins á erlendum mörkuðum tekinn að skaðast og langan tíma taki að endurheimta hann og vinna upp það tjón sem hlotist hefur af verkfalli sjómanna.
Þá sagði hann galið að horfa á fullorðið fólk rífast í tvo mánuði og átti þar við það fólk er skipar samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna. 

Mynd með færslu
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður
Morgunvaktin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi