Guðjón Valur: Erum ekki að fá auðveldu mörkin

15.01.2016 - 20:47
„Frábært að vinna þetta eftir alveg svakalega erfiðan leik. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn en héldum haus. Glæsilegt,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, að loknum góðum sigri liðsins gegn Noregi fyrr í kvöld, 26-25.

Guðjón segir að eftirvænting og stress skýri að hluta hvers vegna sóknarleikurinn var frekar stirður framan af leik. „Við erum ekki að fá þessi auðveldu mörk sem að lyfta liðinu og fær okkur á flug. Þetta var frábær barátta og það er gott að vera komnir með tvö stig.“

Nánar má heyra í Guðjóni í myndbandinu hér að ofan.

 

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður