Grindavíkurliðin fengu heimaleiki í bikarnum

12.01.2016 - 14:40
Mynd með færslu
Grindavík fagnaði bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands í dag en ljóst er að tveir leikir í undanúrslitum bikarsins verða spilaðir í Röstinni í Grindavík.

Bikarmeistarar Grindavíkur fá Stjörnuna í heimsókn í kvennaflokki en í hinum leiknum tekur Keflavík á móti Íslandsmeisturum Snæfells.

Karlamegin fara Íslandsmeistarar KR í Röstina og mæta þar Grindavík og í hinum leiknum tekur Þór Þorlákshöfn á móti sigurliðinu í viðureign Njarðvíkur-b og Keflavíkur sem fram fer í kvöld. 

Undanúrslit kvenna: 

  • Grindavík - Stjarnan
  • Keflavík - Snæfell

Undanúrslit karla:

  • Grindavík - KR
  • Þór Þorlákshöfn - Njarðvík-b eða Keflavík

Leikirnir verða spilaðir 23. - 25. janúar og bikarúrslitin sjálf verða svo í Laugardalshöll laugardaginn 13. febrúar. 

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður