Grét vegna fórnarlamba skotárása - Myndskeið

05.01.2016 - 18:52
epa05088822 US President Barack Obama (L) becomes emotional while delivering remarks at an event held to announce executive actions to reduce gun violence, beside US Vice President Joe Biden (R), in the East Room of the White House in Washington, DC, USA,
 Mynd: EPA  -  EPA
Einungis þeir sem standast bakgrunnsskoðun geta keypt sér byssu eftir að ný byssulöggjöf tekur gildi í Bandaríkjunum. Barack Obama Bandaríkjaforseti grét þegar hann kynnti tillögur sínar í dag.

Obama hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu og kynnti áætlun sína. Umsóknarferlið verður bætt, bakgrunnseftirlit verður eflt til muna og í þriðja lagi verður fjármagn til geðheilbrigðismála aukið. Obama benti á að þrátt fyrir að allt of margir falli í skotárásum, þá falli tveir af hverjum þremur þeirra sem látast af byssuskoti fyrir eigin hendi.

Obama grét þegar hann minntist allra þeirra sem látið hafa lífið undanfarið í skotárásum í Bandaríkjunum, sér í lagi í árásinni á Sandy Hook barnaskólann í Newtown í Connecticut, þar sem 20 börn voru skotin til bana.

Meira en 350 skotárásir voru í Bandaríkjunum í fyrra. Alls létust meira en tólf þúsund manns af völdum skotsára og næstum tuttugu og fimm þúsund særðust.