Góðir sigrar hjá Fram og Val

16.01.2016 - 17:59
Mynd með færslu
Stefán Arnarson, þjálfari Fram,  Mynd: RÚV
Mikil spenna er í toppbaráttu Olís-deildar kvenna eftir góða sigra hjá Fram og Val í dag. Fram vann öruggan sigur á HK, 30-19 og Valur lagði ÍR af velli 20-28.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu báðar sex mörk í liði Fram en Sóley Ívarsdóttir gerði fimm mörk fyrir HK.

Valur er með 24 stig í þriðja sæti deildarinnar og Fram stigi þar á eftir í fjórða sæti. ÍBV er á toppnum með 26 stig og spennan á toppnum talsverð.

Haukar unnu góðan útisigur á Fjölni, 21-36. Jóna Sigríður Halldórsdóttir var atkvæðamest hjá Haukum með 5 mörk og Berglind Benediktsdóttir skoraði 6 mörk hjá Fjölni. Selfyssingar gerðu góða ferð norður á Akureyri og unnu 10 marka sigur, 20-30.

Úrslit dagsins í Olís-deildinni:
Fram 30 - 30 HK
ÍR 20 - 28 Valur
Fjölnir 21 - 36 Haukar
KA 20 - 30 Selfoss

Staðan í deildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður