Gísli datt á rassinn í beinni

Innlent
 · 
RÚV 2
 · 
Menningarefni

Gísli datt á rassinn í beinni

Innlent
 · 
RÚV 2
 · 
Menningarefni
15.05.2015 - 09:53.Freyr Gígja Gunnarsson.RÚV 2
Bein útsending frá sauðburði í Syðri Hofdölum í Skagafirði, sem hefur verið í gangi frá hádegi í gær, hefur slegið í gegn en henni lýkur á hádegi í dag. Það getur ýmislegt farið úrskeiðis í beinni útsendingu og því fékk Gísli Einarsson, sem staðið hefur vaktina í nótt, að kynnast.

Gísli ætlaði að taka viðtal við hjónin og bændurnar á Syðri Hofdölum, þau Ingibjörgu Klöru Helgadóttur og Atla Má Traustason. Gísli fékk sér sæti á spýtu sem sett hafði verið yfir stíuna .

Áður en viðtalið hófst hafði sjónvarpsmaðurinn vissar efasemdir um að spýtan myndi þola þungann og þær efasemdir reyndust á rökum reistar - Gísli datt á rassinn í beinni útsendingu. 

Útsendingin hefur vakið óskipta athygli á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem tístarar hafa látið ljós sitt skína með því að nota myllumerkið #beintfráburði. Spaugstofumaðurinn Pálmi Gestsson áttaði sig til að mynda á því að hann hefði gert stór mistök á sínum ferli.

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gaf sér smá tíma frá kjarabaráttunni og lagði til hugmynd um næsta hægvarp RÚV.

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi á Látrum, var ánægði með framtakið.

Þingmaðurinn vill ekki að RÚV láti þarna staðar numið og varpaði fram hugmynd um næsta hægvarp.

Og þrátt fyrir að Eurovision sé rétt handan við hornið - æfingar hafnar í Vín - gaf Reynir Þór Eggertsson, helsti Eurovisionfræðingur landsins, sér tíma til að fylgjast með sauðburðinum.