Gimbur bjargað - magnað myndband

13.09.2012 - 16:43
Björgunarsveitarmenn frá Húsavík björguðu gimbur úr Aðaldal úr fönn norðan Mývatns í gær og náðu mögnuðum myndum.

Elías Frímann Elvarsson, sem tók myndirnar, og Ómar Örn Jónsson frá björgunarsveitinni Garðari voru að leita að fé í hrauninu við Gæsafjöll þegar Elías greindi ummerki í snjónum og sá glitta í lítinn haus.