Gera lítið úr yfirlýsingum Norður-Kóreu

06.01.2016 - 23:53
epa04727690 An undated picture released by the Rodong Sinmun, the newspaper of the North Korean ruling Workers Party, on 01 May 2015 shows North Korean leader Kim Jong-un applauding during a photo session with a group of training officers of the Korea
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.  Mynd: EPA  -  YONHAP/RODONG SINMUN
Bandaríkjastjórn gerir lítið úr yfirlýsingum Norður-Kóreu um vel heppnaða notkun vetnissprengju í æfingaskyni. Talsmaður Hvíta hússins, Josh Earnest sagði við fjölmiðla að athuganir þeirra komi ekki heim og saman við fullyrðingar Norður-Kóreu

Greint er frá þessu á vef CNN. Kim Jong Un las yfirlýsingu um hina vel heppnuðu sprengingu í sjónvarpi og sagði að nú myndi heimurinn  líta upp til kjarnorkuveldisins Norður-Kóreu. Fleiri sérfræðingar telja ólíklegt að um öflugt kjarnorkuvopn hafi verið að ræða en niðurstöður úr mælingum munu ekki liggja fyrir strax.

Þrátt fyrir það hafa ríki heims brugðist hart við og fordæmt notkun Norður-Kóreu á kjarnavopnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað til að mynda á fundi sínum í kvöld að herða aðgerðir gegn Norður-Kóreu í refsingarskyni. Öll ríkin fimmtán, sem eiga sæti í ráðinu, þar á meðal Kína, samþykktu að fordæma sprenginguna sem þau segja að ógni friði og öryggi á heimsvísu.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV