Gassprenging í rússneskri kolanámu

27.02.2016 - 20:01
epa05182247 A handout picture released by the Vorkutaugol press service on 26 February 2016 shows rescue workers at  the Severnaya coal mine in Vorkuta, about 1,900 km northeast of Moscow, Russia, 26 February 2016. Four people were killed and 26 miners
 Mynd: EPA  -  VORKUTAUGOL PRESS SERVICE
Minnst fjórir létust í gassprengingu í kolanámu í Komi-héraði í Rússlandi í gær. Tuttugu og sex námumanna er saknað. Hundrað og tíu kolanámumenn voru við störf neðanjarðar þegar metangasleki kom upp í námunni, með þeim afleiðingum að sprenging varð á tveimur stöðum.

Veggir námunnar hrundu, og að sögn eigenda hennar loga eldar enn inni í námugöngunum. Björgunarmenn náðu að bjarga áttatíu manns upp úr námunni. Óttast er að þeir sem eftir eru hafi lokast inni.