Gagntilboð tónlistarkennara

17.11.2014 - 21:20
Mynd með færslu
Samningarfundi tónlistarkennara og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk á tíunda tímanum í kvöld. Fundurinn hafði þá staðið yfir síðan klukkan 10 í morgun þar sem nýtt tilboð sveitarfélaganna til tónlistarkennara var lagt fram. Tónlistarkennarar gerðu sveitarfélögunum gagntilboð nú undir kvöld.

Samninganefnd sveitarfélaga tók sér frest til klukkan 11 í fyrramálið til að svara því tilboði. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í hartnær mánuð.

 

 

Frétt uppfærð klukkan 21:54, með upplýsingum um gagntilboð tónlistarkennara.