Gæðakokkar kærðir til lögreglu

12.03.2013 - 15:31
Mynd með færslu
Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til lögreglunnar fyrir blekkingar samkvæmt tveimur greinum matvælalaga. Ákveðið var að kæra eftir að í ljós kom að vörur frá fyrirtækinu, sem áttu að innihalda nautakjöt, gerðu það ekki.

Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir að heilbrigðiseftirlitið hafi ennfremur sent fyrirtækinu harðort bréf þar sem forsvarsmönnum fyrirtækisins er tilkynnt að þeir skuli bæta vinnsluferli við framleiðslu matvara, að öðrum kosti verði starfsleyfi fyrirtækisins endurskoðað. Lögreglan fær nú málið í sínar hendur og metur hvort sækja eigi fyrirtækið til saka.