Fyrsta skemmtiferðaskipið í ár

06.03.2016 - 17:43
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins er komið til landsins, heldur fyrr en vanalega. Það kom til Reykjavíkur klukkan átta í morgun og fer aftur annað kvöld kl. 22. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem skemmtiferðaskip kemur til Íslands í byrjun mars en í fyrra kom fyrsta skemmtiferðaskipið 20. mars og þá í tengslum við sólmyrkvann sem þá var.

Magellan, eins og skipið heitir, er frá Bretlandi og um borð eru farþegar sem aðallega stóla á að sjá norðurljós á Íslandi á þessum tíma. Ellefu hundruð farþegar eru um borð og hafa þeir í dag ýmist farið í Reykjavíkurferðir, Gullna hringinn, í hvalaskoðun eða jeppaferðir. Í kvöld verður svo farið út fyrir borgina í von um að þar glitti einhvers staðar í norðurljós.

Mynd með færslu
Lára Ómarsdóttir