Fyrrverandi forsætisráðherra í fangelsi

10.02.2016 - 10:46
epa04766716 Former Israeli Prime Minister Ehud Olmert reacts at the Jerusalem District Court, in Jerusalem, 25 May 2015. Olmert was handed an eight months prison sentence following his conviction for fraud and breach of trust in the Talansky affair. He
 Mynd: EPA  -  SIPA PRESS POOL
Ísraelskur dómstóll þyngdi í dag fangelsisdóm yfir Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fyrir tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar. Hann var upphaflega dæmdur í sex ára fangelsi fyrir mútuþægni en hæstiréttur mildað dóminn í átján mánaða fangelsi.

Nú bætist einn mánuður við þann dóm vegna þess að Olmert reyndi að sannfæra vitni saksóknara um að hætta við að bera vitni gegn sér. Hann á að hefja afplánun næsta mánudag og verður það í fyrsta sinn sem fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels fer í fangelsi.

 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV